Manchester City er í fínum málum í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 2:1-heimasigur á Dortmund í fyrri leik liðanna í Manchester.
City byrjaði af krafti og Kevin De Bruyne skoraði fyrsta mark leiksins á 19. mínútu eftir baneitraða skyndisókn og sendingu frá Riyad Mahrez.
Englendingurinn Jude Bellingham hélt að hann hefði jafnað fyrir City á 37. mínútu þegar hann skoraði af stuttu færi, en hann var dæmdur brotlegur augnablikum áður og fékk markið því ekki að standa og staðan í hálfleik 1:0.
Dortmund spilaði betur í seinni hálfleik og Marco Reus jafnaði í 1:1 á 84. mínútu eftir stoðsendingu frá Erling Braut Haaland.
City átti hins vegar lokaorðið því varmaðurinn Phil Foden tryggði liðinu sigurinn með marki á lokamínútu leiksins og þar við sat.
Seinni leikurinn fer fram í Þýskalandi á miðvikudag eftir viku.