Chelsea tók stórt skref í áttina að undanúrslitum í Meistaradeild Evrópu í fótbolta með 2:0-sigri á Porto í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitunum í kvöld. Leikið var í Sevilla á Spáni vegna sóttvarnarmála, en seinni leikurinn fer fram í sömu borg.
Leikurinn í dag flokkaðist sem heimaleikur Porto og er Chelsea því í afar góðum málum með tveggja marka forskot og tvö útivallarmörk.
Mason Mount kom Chelsea yfir með marki á 32. mínútu eftir góða sendingu frá Jorginho, en markið er það fyrsta sem Mount skorar í Meistaradeildinni og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks.
Ben Chilwell tvöfaldaði forskot Chelsea með glæsilegu einstaklingsframtaki á 85. mínútu, en hann skoraði einnig sitt mark í keppninni. Það reyndist síðasta mark leiksins og er Chelsea í góðum málum fyrir seinni leikinn næstkomandi næsta þriðjudag.