Marcus Rashford er í leikmannahópi enska knattspyrnufélagsins Manchester United sem ferðaðist til Spánar í morgun.
Það er Sky Sports sem greinir frá þessu en United mætir Granada í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í Granada.
Rashford fór meiddur af velli í 2:1-sigri United gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford um síðustu helgi.
„Rashford fer með okkur til Spánar,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, á blaðamannafundi í morgun.
„Ég á ekki von á því að hann spili 90. mínútur en við tökum ákvörðun með hann á morgun,“ bætti Solskjær við.