BATE Borisov komst í dag í undanúrslit bikarkeppni karla í knattspyrnu í Hvíta-Rússlandi en Willum Þór Willumsson leikur með liðinu.
BATE heimsótti Vitebsk í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum og hafði betur 3:2. Willum lék allan leikinn á miðjunni hjá BATE.
Leikið var heima og að heiman og komst BATE áfram í undanúrslit 5:3 samanlagt.