Luis Suárez, framherji spænska knattspyrnufélagsins Atlético Madrid, er að glíma við meiðsli og verður frá næstu þrjár vikurnar.
Þetta staðfesti spænska félagð á samfélagsmiðlum sínum í dag en Suárez, sem er 34 ára gamall, er meiddur á vinstri fæti.
Úrúgvæski framherjinn er markahæsti leikmaður Atlético Madrid á tímabilinu með 19 mörk í spænsku 1. deildinni. Þá er Suárez í þriðja sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar.
Atlético Madrid er með 66 stig í efsta sæti deildarinnar og hefur eins stigs forskot á Barcelona sem er í öðru sætinu með 65 stig. Real Madrid er í þriðja sæti deildarinnar með 63 stig.