Landsliðskonan Sif Atladóttir snýr aftur á knattspyrnuvöllinn í dag eftir átján mánaða hlé.
Þetta staðfesti hún á samfélagsmiðlinum Twitter en Sif lék síðast með liði sínu Kristianstad í október 2019.
Miðvörðurinn, sem er 35 ára gamall, eignaðist sitt annað barn á síðasta ári og hefur verið í fæðingarorlofi.
Kristianstad mætir U23-ára landsliði Svía í æfingaleik síðar í dag en tímabilið í sænsku úrvalsdeildinni hefst 18. apríl næstkomandi.
Sif á að baki 82 A-landsleiki og hefur verið fastakona í landsliðinu undanfarin ár. Hún er þriðja leikjahæsta knattspyrnukona Íslands í deildaleikjum talið en hún hefur leikið 305 deildaleiki á Íslandi, í Þýskalandi og í Svíþjóð á ferlinum.