Þýsku félögin hafna ofurdeildinni

Þýsku félögin Bayern München og Borussia Dortmund vilja ekki koma …
Þýsku félögin Bayern München og Borussia Dortmund vilja ekki koma nálægt ofurdeildinni. AFP

Athygli hefur vakið að þýsku stórliðin Bayern München og Borussia Dortmund eru ekki í hópi félaganna sem nú hyggjast stofna evrópska ofurdeild í fótboltanum og framkvæmdastjori Dortmund segir að stuðningur félagsins við UEFA og keppni á vegum þess sé eindreginn.

Hans-Joachim Watzke, framkvæmdastjóri Dortmund, sagði í yfirlýsingu í morgun að stjórn samtaka evrópskra knattspyrnufélaga, ECA, hefði komið saman á fjarfundi í gærkvöld og staðfest fyrri ákvörðun frá  síðasta föstudegi um að styðja áform UEFA um endurbætur á Meistaradeild Evrópu.

„Það var alveg ljóst að stjórn ECA hafnaði alfarið stofnun ofurdeildar,“ sagði Watzke og lagði áherslu á að bæði þýsku félögin sem ættu fulltrúa í stjórn ECA, Bayern München og Borussia Dortmund, væru algjörlega sammála því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert