Knattspyrnuforystan þarf að standa í lappirnar

Stuðningsfólk Liverpool hefur gefið sterklega til kynna skoðanir sínar á …
Stuðningsfólk Liverpool hefur gefið sterklega til kynna skoðanir sínar á þátttöku félagsins í stofnun deildarinnar umdeildu. AFP

Kannski verða tilburðirnir sem nú eru uppi við að stofna svokallaða „ofurdeild“ (hér eftir skrifuð með litlum staf og innan gæsalappa) það besta sem hefur hent fótboltann sem íþrótt í langan tíma.

Þegar tólf risar á brauðfótum ætla að reyna að bjarga eigin skinni eftir gegndarlaust tap vegna kórónuveirunnar undanfarna tólf mánuði með því að sölsa meginþorra sjónvarpstekna af íþróttinni til sín eru góðar líkur á því að hinn almenni áhorfandi, á velli sem í sjónvarpi, segi: Hingað og ekki lengra.

Fótboltinn getur svo auðveldlega þrifist og átt bjarta framtíð án þessara tólf sjóræningjafélaga. Þau geta hins vegar ekki þrifist án fótboltans.

Knattspyrnuforystan í Evrópu þarf að standa í lappirnar næstu daga og vikur, ásamt knattspyrnusamböndunum í stærstu ríkjum Evrópu, og sameinast um að kæfa þessa „ofurdeildartilburði“ í fæðingu. Og senda félögin tólf út í kuldann ef þau ætla að þráast við að halda fyrirætlunum sínum til streitu.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert