Neitaði að ræða ofurdeildina

Zinedine Zidane.
Zinedine Zidane. AFP

Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, neitaði að ræða „ofurdeildina“ á  fréttamannafundi sínum í morgun þar sem næsti leikur liðsins var til umræðu og vísaði öllu slíku til forseta félagsins.

„Þessum spurningum svarar bara einn maður og það er forsetinn. Ég er mættur hingað til að tala um leikinn við Cádiz. Allir hafa sína skoðun en ég ræði það ekki hér. Ég vil ræða leikinn á morgun, um deildina, um Meistaradeildina. Annað er ekki á minni könnu,“ svaraði Zidane spurningu þar að lútandi.

Spurður hvort ofurdeildin hefði verið rædd í leikmannahópnum svaraði Zidane: „Ekkert, alls ekkert. Við ræðum þetta ekki. Við tölum bara um leik morgundagsins. Leikmennirnir hugsa ekki um neitt annað,“ sagði Zidane.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert