Sprengju kastað inn í knattspyrnuheiminn

Leikmenn Leeds hituðu upp með þessa áletrun á bakinu fyrir …
Leikmenn Leeds hituðu upp með þessa áletrun á bakinu fyrir leikinn gegn Liverpool í gærkvöld. AFP

Óhætt er að segja að sprengju hafi verið kastað inn í knattspyrnuheiminn í fyrrakvöld þegar tólf af öflugustu félögum Evrópu tilkynntu að þau ætluðu að sameinast um stofnun nýrrar „ofurdeildar“ í evrópska karlafótboltanum.

Þau ætla sér að leika þessa nýju deild á leikdögum í miðri viku en spila áfram í deildunum heima fyrir um helgar. Keppnin er því sett til höfuðs Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni sem eru á vegum UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu.

Forráðamenn „ofurdeildarinnar“ hyggjast ýta henni af stað eins fljótt og mögulegt er, helst strax í ágúst á þessu ári.

Forseti UEFA harðorður

Viðbrögðin við þessari tilkynningu hafa verið gríðarlega sterk. Ársþing UEFA stendur nú yfir í Sviss og forseti sambandsins, Aleksander Ceferin, var afar harðorður í gær. Hann fylgdi eftir yfirlýsingu frá UEFA með því að tilkynna að leikmenn liðanna tólf ættu yfir höfði sér keppnisbann frá mótum á vegum UEFA og knattspyrnusambönd Englands, Spánar og Ítalíu styðja UEFA heilshugar. Þau stóðu að yfirlýsingunni með sambandinu, ásamt stjórnum deildanna í heimalöndunum, ensku úrvalsdeildinni, spænsku 1. deildinni og ítölsku A-deildinni, en þessir aðilar fordæma allir fyrirætlanir félaganna tólf.

Fréttaskýringin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert