Hélt hreinu í fyrsta deildarleiknum

Ögmundur Kristinsson lék sinn fyrsta deildarleik fyrir grísku meistarana í …
Ögmundur Kristinsson lék sinn fyrsta deildarleik fyrir grísku meistarana í dag. AFP

Ögmundur Kristinsson stóð á milli stanganna hjá Olympiacos þegar liðið fékk Asteras Tripolis í heimsókn í úrslitakeppni grísku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.

Leiknum lauk með 1:0-sigri Olympiacos þar sem Sokratis Papastathopoulos skoraði sigurmark leiksins á 52. mínútu. Þetta var fyrsti deildarleikur Ögmundar fyrir gríska félagið síðan hann gekk til liðs við Olympiacos frá Larissa síðasta sumar.

Olympiacos tryggði sér gríska meistaratitilinn um þar síðustu helgi en fyrir leik dagsins hafði Ögmundur leikið þrjá bikarleiki fyrir félagið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert