Ivan Perisic bjargaði stigi fyrir Inter Mílanó þegar liðið heimsótti Spezia í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu í kvöld.
Leiknum lauk með 1:1-jafntefli en Diego Faroas kom Spezia yfir strax á 12. mínútu áður en Perisic jafnaði á 39. mínútu.
Fyrr í dag missteig AC Milan sig á heimavelli þegar liðið fékk Sassuolo í heimsókn en Hakan Calhanoglu kom Milan yfir á 30. mínútu.
Giacomo Raspadori skoraði hins vegar tvívegis fyrir Sassuolo með stuttu millibili í síðari hálfleik og lokatölur því 2:1-fyrir Sassuolo.
Þá skoraði Alex Sandro tvívegis fyrir Juventus þegar liðið vann 3:1-heimasigur gegn Parma en varnarmaðurinn Matthijs de Ligt skoraði þriðja og síðasta mark Juventus í leiknum.
Inter Mílanó er með 76 stig í efsta sæti deildarinnar, AC Milan er í öðru sætinu með 66 stig og Juventus er í þriðja sætinu með 65 stig.