Fyrrverandi lukkudýr þýska knattspyrnuliðsins Köln, geitin Hennes áttundi, er dauð. Hennes var lukkudýr liðsins á árunum 2008 til 2019.
Varaformaður Kölnar, Eckhard Sauren, minnist geitarinnar með hlýhug á heimasíðu félagsins: „Hennes áttundi var sérstök geit að mörgu leyti. Árið 2008 var hann kosinn lukkudýr félagsins á netinu og upplifði alls konar hæðir og lægðir á sínum 11 árum með liðinu.“
Það er ekki ofsögum sagt þar sem á þessum 11 árum féll Köln tvisvar, vann sig tvisvar upp í þýsku 1. deildina og komst einu sinni í Evrópudeildina, árið 2017, þar sem liðið spilaði til að mynda gegn enska liðinu Arsenal.
„Að komast í Evrópu þýddi að loks var geit sem gat boðið alþjóðlega gesti okkar velkomna,“ bætti Sauren við.
Hennes áttundi var orðinn 14 ára gamall og farinn að glíma við veikindi. Var því tekin ákvörðun um að svæfa hann.
Það er engin tilviljun að geit verði ávallt fyrir valinu sem lukkudýr Kölnar þar sem ein slík er áberandi á merki félagsins.
We are going to miss you, Hennes VIII.
— 1. FC Cologne (@fckoeln_en) April 21, 2021
Our loveable goat, who was #effzeh mascot from 2008 until 2019, had to be put down due to health reasons. He was 14 years old.
Rest in peace, Hennes! 😢 ❤ pic.twitter.com/3P77QkujGf