Mér sýnist að það hafi bara verið ansi líflegt í knattspyrnuheiminum undanfarna daga. Erlendu fréttaskeytin benda til þess svo notast sé við gamalt orðalag.
„Ensku“ félögin sex sem ætluðu að taka þátt í stofnun nýrrar deildar hafa lýst því yfir að þau muni hætta við þau áform. Eigendur félaganna þoldu ekki langa ágjöf vegna málsins þótt þeir væru nýbúnir að skuldbinda sig með undirritun tæplega 200 blaðsíðna samninga.
Ég efast um að viðbrögð stuðningsmanna „ensku“ liðanna hafi komið eigendum mjög á óvart. Viðræður, óformlegar og formlegar, um stofnun nýrrar deildar hafa staðið yfir í mörg ár. Der Spiegel ljóstraði upp um samningaviðræðurnar árið 2018.
Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag