Zlatan spilar fertugur á Ítalíu

Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic. AFP

Knattspyrnumaðurinn Zlat­an Ibra­himovic verður áfram í her­búðum AC Mil­an á næstu leiktíð og fagnar því fertugsafmæli sínu sem leikmaður í efstu deild á Ítalíu.

Miðillinn Goal greinir frá því að Zlatan sé að skrifa undir eins árs framlengingu á samningi sínum en hann hefur skorað 15 mörk í 17 leikjum fyrir liðið í vetur. Svíinn, sem sneri á dögunum aftur í sænska landsliðið, er 39 ára gamall en hann verður fertugur í október.

Milan er sem stendur í 3. sæti efstu deildarinnar með 66 stig, tíu stigum frá toppliði Inter.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert