Giggs rekinn frá landsliðinu

Ryan Giggs.
Ryan Giggs. AFP

Velska knattspyrnusambandið hefur rekið Ryan Giggs úr stöðu landsliðsþjálfara eftir að hann var fyrr í dag ákærður fyrir líkamsárás gegn tveimur konum.

Giggs mun því ekki stýra liðinu á Evrópumeistaramótinu í sumar, heldur mun Rob Page vera á hliðarlínunni en hann hefur stýrt liðinu í undanförnum leikjum, eða síðan lögreglan hóf að rannsaka mál Giggs. Velska sambandið staðfesti brottrekstur Giggs á heimasíðu sinni.

Giggs tók við stöðu landsliðsþjálfara hjá Wales í janúar 2018 og stýrði liðinu í 30 leikjum. Þar áður átti hann farsælan feril sem leikmaður með Manchester United en hann spilaði 64 landsleiki fyrir Wales á árunum 1991 til 2007. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert