Guðmundur Þórarinsson skoraði eitt af fimm mörkum New York City sem burstaði FC Cincinnati í bandarísku atvinnumannadeildinni í knattspyrnu í dag, 5:0. Guðmundur og félagar eru þar með komnir af stað á tímabilinu eftir að hafa tapað fyrsta leik.
Íslendingurinn var í byrjunarliðinu en hann kom heimamönnum í 3:0 forystu á 57. mínútu með marki beint úr aukaspyrnu. Hann var svo tekinn af velli á 72. mínútu en hann spilaði sömuleiðis í um 70 mínútur gegn DC United í fyrstu umferðinni. Þetta var hans fyrsta mark fyrir félagið en Guðmundur gekk til liðs við New York fyrir síðustu leiktíð og kom við sögu í 20 leikjum í fyrra.
New York City er því með þrjú stig eftir tvo leiki í austurdeildinni og sem stendur í öðru sæti en mörg lið eiga þó enn eftir að leika í dag og á morgun.
THOR 🎯 pic.twitter.com/TLKshJA1Pj
— New York City FC (@NYCFC) April 24, 2021