Real Madríd tapaði stigum

Karim Benzema fór hnugginn af velli í kvöld.
Karim Benzema fór hnugginn af velli í kvöld. AFP

Spánarmeistarar Real Madríd misstigu sig í toppbaráttunni í efstu deildinni í knattspyrnu í kvöld er þeir urðu að sætta sig við markalaust jafntefli gegn Real Betis á heimavelli.

Þetta er þriðja markalausa jafntefli Real í síðustu fjórum leikjum liðsins í öllum keppnum og eru meistararnir nú tveimur stigum á eftir toppliði Atlético Madríd sem á að auki leik til góða. Þá eru erkifjendurnir í Barcelona aðeins þremur stigum aftar í þriðja sætinu og eiga þeir tvo leiki til góða á meistarana.

Heimamenn voru sterkari aðilinn eins og við var að búast og fengu besta færi leiksins er miðjumaðurinn Casemiro fékk boltann örfáa metra frá marki en skot hans var varið af Claudio Bravo í markinu.

Atlético Madríd heimsækir Athletic Bilbalo annað kvöld og Barcelona heimsækir Villarreal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert