Atlético missteig sig illilega

Leikmenn Athletic Bilbao fagna sigurmarki Inigo Martínez.
Leikmenn Athletic Bilbao fagna sigurmarki Inigo Martínez. AFP

Inigo Martínez tryggði Athletic Bilbao sigur þegar liðið tók á móti Atlético Madrid í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í kvöld.

Leiknum lauk með 2:1-sigri Athletic Bilbao en Martínez skoraði sigurmark leiksins á 86. mínútu.

Alex Berenguer kom Athletic Bilbao yfir strax á 8. mínútu áður en Stefan Savic jafnaði metin fyrir Atlético Madrid á 77. mínútu.

Atlético Madrid er með 73 stig í efsta sæti deildarinnar en Real Madrid kemur þar á eftir með 71 stig.

Barcelona er svo í þriðja sætinu með 71 stig en Börsungar eiga leik til góða á toppliðin tvö.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert