Bayern München vann Chelsea 2:1 í undanúrslitum Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu í München í dag.
Liðin mætast aftur í síðari leiknum í London 2. maí og eftir þessi úrslit má segja að rimman sé galopin þar sem Chelsea skoraði mark á útivelli.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sat á varamannabekknum hjá Bayern í dag en hún gekk í raðir félagsins í vetur frá Breiðabliki. Sydney Lohmann skoraði fyrsta markið fyrir Bayern en Melanie Leupolz jafnaði fyrir Chelsea og var staðan jöfn að loknum fyrri hálfleik. Hanna Glas skoraði sigurmarkið á 56. mínútu.
Fyrr í dag gerðu París Saint Germain og Barcelona 1:1-jafntefli í París en Parísarliðið sló Evrópumeistarna í Lyon út úr keppninni. Jennifer Hermoso kom Barcelona yfir en Alana Cook jafnaði fyrir París.