Hélt hreinu annan leikinn í röð

Ögmundur Kristinsson var í byrjunarliði Olympiacos í dag.
Ögmundur Kristinsson var í byrjunarliði Olympiacos í dag. Ljósmynd/Larissa

Ögmundur Kristinsson hélt markinu hreinu þegar lið hans Olympiacos tók á móti AEK í úrslitariðli grísku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.

Leiknum lauk með 2:0-sigri Olympiacos en það var sóknarmaðurinn Bruma sem skoraði bæði mörk Olympiacos eftir að hafa komið inn á sem varamaður í hálfleik.

Þetta var annar leikurinn í röð sem Ögmundur byrjar á milli stanganna hjá Olympiacos og hans annar deildarleikur á tímabilinu. 

Hann hefur einnig byrjað þrjá bikarleiki með liðinu á tímabilinu eftir að hafa gengið til liðs við Olympiacos frá Larissa síðasta sumar en Olympiacos tryggði sér gríska meistaratitilinn um miðjan mánuðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert