Ísak lagði upp og skoraði

Ísak Bergmann Jóhannesson átti frábæran leik fyrir Norrköping í dag.
Ísak Bergmann Jóhannesson átti frábæran leik fyrir Norrköping í dag. Ljósmynd/Norrköping

Ísak Bergmann Jóhannesson átti stórleik fyrir Norrköping þegar hann lagði upp eitt mark og skoraði svo sigurmarkið í 2:1-sigri liðsins gegn Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Marcus Antonsson kom gestunum í Halmstad yfir strax á 4. mínútu leiksins og var staðan 0:1 í hálfleik.

Á 64. mínútu lagði Ísak Bergmann upp jöfnunarmarkið fyrir Samuel Adegbenro.

Á 79. mínútu gerði Ísak Bergmann svo sigurmarkið.

Hann lék allan leikinn fyrir Norrköping í dag og Ari Freyr Skúlason var sömuleiðis í byrjunarliðinu og tekinn af velli á 59. mínútu.

Finnur Tómas Pálmason og Oliver Stefánsson voru ekki í leikmannahópi Norrköping í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert