IFK Gautaborg tapaði á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni, Allsvenskan, í dag fyrir Degerfors 2:3.
Landsliðsmiðherjinn Kolbeinn Sigþórsson er greinilega að komast í góða æfingu því hann lék allan leikinn með Gautaborg í dag og hefur tekið þátt í fyrstu þremur leikjum liðsins í deildinni. Gautaborg er með 4 stig eftir leikina þrjá.
Degerfors komst í 3:0 í leiknum í dag og Gautaborg klóraði í bakkann í síðari hálfleik en náði ekki að kreista fram stig úr erfiðri stöðu. Degersfors hafði tapað fyrstu tveimur leikjunum og úrslitin komu því nokkuð á óvart.