Dýrasti knattspyrnustjóri sögunnar

Julian Nagelsmann hefur skrifað undir fimm ára samning við Bæjara.
Julian Nagelsmann hefur skrifað undir fimm ára samning við Bæjara. AFP

Julian Nagelsmann verður dýrasti knattspyrnustjóri sögunnar í sumar þegar hann mun taka við Þýskalands- og Evrópumeisturum Bayern München.

Þýska félagið staðfesti ráðningu Nagelsmann á samfélagsmiðlum sínum í dag en hann mun taka við félaginu af Hans Flick sem lætur af störfum eftir tímabilið.

Nagelsmann stýrir RB Leipzig í þýsku 1. deildinni og hefur gert það frá árinu 2019 en hann er einungis 33 ára gamall.

Þýski stjórinn er samningsbundinn Leipzig til sumarsins 2023 og Bæjarar þurfa því að greiða upp samning Nagelsmanns til þess að fá hann yfir til München.

Bæjarar borga Leipzig 30 milljónir evra fyrir knattspyrnustjórann sem gerir hann að dýrasta stjóra sögunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert