Við lifum með þessu

Thomas Tuchel á hliðarlínunni í Madríd í kvöld.
Thomas Tuchel á hliðarlínunni í Madríd í kvöld. AFP

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, var að vonum mátulega sáttur eftir að lærisveinar hans nældu í jafntefli á útivelli gegn spænska stórliðinu Real Madríd í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld.

Christian Pulisic kom gestunum í forystu snemma leiks áður en Karim Benzema jafnaði metin fyrir heimamenn en liðin mætast aftur í Lundúnum á miðvikudag í næstu viku. Chelsea er í ágætri stöðu enda með útivallarmark í farteskinu. „Við byrjuðum vel og hefðum átt skilið að vinna fyrri hálfleikinn, þeir skora úr föstu leikatriði og eiga varla annað færi,“ sagði Tuchel við BT Sport að leik loknum.

„Við höfum núna nokkra daga til að hvíla okkur áður en annar mikilvægur leikur tekur við. Við lifum með þessu jafntefli,“ bætti Þjóðverjinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert