„Erum bara komnir hálfa leið“

Pep Guardiola og Mauricio Pochettino á hliðarlínunni í kvöld.
Pep Guardiola og Mauricio Pochettino á hliðarlínunni í kvöld. AFP

„Ég er sáttur við frammistöðuna en við erum bara komnir hálfa leið. Enn eru 90 mínútur eftir og allt getur gerst,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, að loknum leiknum gegn París St. Germain í kvöld. 

Mancester City vann fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu 2:1 í París og er því í góðri stöðu fyrir síðari leikinn í Manchester. 

Gurdiola segir að liðið hafi spilað af varfærni framan af en hafi tekið meiri áhættu þegar á leið. „Stundum þurfa menn að slaka aðeins betur á og vera þeir sjálfir. Menn vildu ekki tapa boltanum og þá verður spilið þvingað. Það var eðlilegt að sú væri raunin í fyrri hálfleik. Við breyttum því aðeins hvernig við pressuðum. Vorum voru varkárir framan af en síðan urðum við ákafari. En það er ekki auðvelt gegn Mbappe, Neymar og Di Maria.“

Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri París St. Germain, var svekktur yfir því að fá á sig tvö mörk á heimavelli. „Mörkin sem þeir skoruðu voru mikil vonbrigði. Erfitt er að sætta sig við slíkt en þetta getur gerst. Nú gerðist það í undanúrslitum keppninnar sem er sársaukafull niðurstaða,“ sagði Pochettino við fjölmiðlamenn í kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert