Bandaríkjamaðurinn Jesse Marsch verður næsti knattspyrnustjóri RB Leipzig en hann mun taka við starfinu af Julian Nagelsmann.
Það er þýski miðillinn Kicker sem greinir frá þessu en Marsch hefur stýrt RB Salzburg í Austurríki frá árinu 2019.
Hann er 47 ára gamall en í gær staðfestu Þýskalandsmeistarar Bayern München að Nagelsmann myndi taki við þjálfun liðsins af Hans-Dieter Flick í sumar.
Bæjarar þurfa að greiða Leipzig 30 milljónir evra fyrir Nagelsmann þar sem hann er samningsbundinn Leipzig til sumarsins 2023 en hann mun skrifa undir fimm ára samning við Bayern.
Marsch þekkir vel til hjá RB Leipzig en hann var aðstoðarþjálfari Ralfs Rangnicks hjá félaginu tímabilið 2018-19.