Olympiacos er komið í úrslit bikarkeppninnar í knattspyrnu í Grikklandi eftir 3:1 sigur á Giannina í dag.
Landsliðsmarkvörðurinn Ögmundur Kristinsson er leikmaður hjá Olympiacos en var ekki í leikmannahópi liðsins í dag.
Olympiacos vann 4:2 samanlagt og mætir PAOK eða AEK í úrslitum. Sverrir Ingi Ingason leikur með PAOK og mætir AEK í síðari viðureign liðanna annað kvöld. PAOK er 1:0 yfir eftir fyrri leikinn.