Rúnar skoraði tvívegis í Rúmeníu

Rúnar Már Sigurjónsson.
Rúnar Már Sigurjónsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rúnar Már Sigurjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, skoraði tvívegis fyrir CFR Cluj í úrslitakeppninni um rúmenska meistaratitilinn í dag. 

Staðan er 2:0 fyrir CFR Cluj gegn Botosani og skoraði Rúnar mörkin á 25. og 28. mínútu. Leikurinn stendur enn yfir en Rúnar fór af leikvelli á 63. mínútu. 

Rúnar skoraði einnig um síðustu helgi og hefur þá skorað þrjú mörk á nokkrum dögum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert