Eitt helsta skotmark Tottenham framlengdi við Ajax

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Ajax.
Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Ajax. AFP

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Ajax, er búinn að framlengja samning sinn við félagið og rennur hann út um sumarið 2023. Ten Hag var ofarlega á lista Tottenham Hotspur, sem leitar að næsta knattspyrnustjóra sínum.

José Mourinho var rekinn frá Tottenham í mánuðinum eftir slappt gengi á tímabilinu og tilraunir til þess að semja við Julian Nagelsmann, sem samdi á dögunum um að taka við Bayern München í sumar, og Brendan Rodgers, knattspyrnustjóra Leicester City, hafa ekki borið árangur.

Ten Hag bætist þar með á lista yfir knattspyrnustjóra sem Tottenham auðnast ekki að semja við.

Samkvæmt The Guardian munu forsvarsmenn Tottenham næst snúa sér að Graham Potter, knattspyrnustjóra Brighton & Hove Albion, eða Scott Parker, knattspyrnustjóra Fulham.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert