Elías Már Ómarsson skoraði tvívegis fyrir Excelsior þegar liðið tók á móti Dordrecht í hollensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld.
Elís Már kom sínu liði yfir strax á 2. mínútu og var svo aftur á ferðinni á 50. mínútu en leiknum lauk með 3:0-sigri Excelsior.
Þetta var mark númer 21 hjá Elíasi í hollensku B-deildinni á tímabilinu í 31 byrjunarliðsleik en alls hefur hann skorað 25 mörk á tímabilinu í öllum keppnum.
Excelsior, sem féll úr hollensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, er í níunda sæti deildarinnar með 48 stig, sex stigum frá sæti í umspili um laust sæti í efstu deild, þegar tvær umferðir eru eftir af tímabilinu.