Sveindís borin af velli

Sveindís Jane Jónsdóttir meiddist í leik Växjö og Kristianstad í …
Sveindís Jane Jónsdóttir meiddist í leik Växjö og Kristianstad í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnukonan Sveindís Jane Jónsdóttir fór meidd af velli í leik Växjö og Kristianstad sem nú stendur yfir í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í Växjö.

Framherjinn ungi var í byrjunarliði Kristianstad en þurfti að fara af velli á 38. mínútu eftir samstuð við varnarmann Växjö.

Framherjinn virkaði sárkvalin og var borin af  velli en hún hefur byrjað tímabilið í Svíþjóð með miklum látum og skorað tvö mörk í tveimur fyrstu leikjum tímabilsins.

Sveindís, sem er einungis 19 ára gömul, átti þátt í fyrsta mark Kristianstad gegn Växjö í dag en staðan í leiknum er 1:0, Kristianstad í vil, þegar síðari hálfleikur var að hefjast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert