Atlético Madrid með fimm stiga forskot

Marcos Llorente fagnar sigurmarki sínu í dag.
Marcos Llorente fagnar sigurmarki sínu í dag. AFP

Marcos Llorente reyndist hetja Atlétco Madrid þegar liðið heimsótti Elche í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í Elche í dag.

Llorente skoraði sigurmark leiksins á 24. mínútu eftir stoðsendingu Yannick Carrasco en leiknum lauk með 1:0-sigri Atlético Madrid.

Luis Suárez kom boltanum í netið fyrir Atlétcio Madrid á 16. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Þá fékk Elche tækifæri til að jafna metin í uppbótartíma þegar liðið fékk vítaspyrnu en Fidel Chaves brenndi af á punktinum.

Atlético Madrid fer með sigrinum upp í 76 stig og hefur nú fimm stiga forskot á Real Madrid og Barcelona sem eru með 71 stig þegar fjórar umferðir eru eftir af tímabilinu.

Real Madrid og Barcelona eiga bæði leik til góða á Atlético Madrid en Real Madrid fær Osasuna í heimsókn síðar í dag og Barcelona heimsækir Valencia annað kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert