Fimmta mark Birkis á Ítalíu

Birkir Bjarnason hefur spilað vel fyrir Brescia á tímabilinu.
Birkir Bjarnason hefur spilað vel fyrir Brescia á tímabilinu. Ljósmynd/Brescia

Birkir Bjarnason var á skotskónum fyrir Brescia þegar liðið vann 3:1-heimasigur gegn SPAL í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu í dag.

Birkir kom sínu liði yfir á 27. mínútu en þetta var hans fimmta mark í ítölsku B-deildinni á tímabilinu.

Hólmbert Aron Friðjónsson var ekki í leikmannahópi Brescia en honum hefur ekki tekist að vinna sér inn fast sæti í liðinu síðan hann kom meiddur frá Aalesund í október á síðasta ári.

Brescia er í tíunda sæti deildarinnar með 47 stig, tveimur stigum frá sæti í umspili um laust sæti í efstu deild, þegar þrjár umferðir eru eftir af tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert