Napoli vann sinn þriðja sigur í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu þegar liðið tók á móti San Marino í dag.
Leiknum lauk með 5:0-sigri Napoli en Sarah Huchet og Isotta Nocchi skoruðu tvö mörk hvor fyrir Napoli.
Guðný Árnadóttir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Napoli en Lára Kristín Pedersen var ónotaður varamaður.
Napoli fer með sigrinum upp í 12 stig og er nú þremur stigum frá fallsæti en San Marino er í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar með 9 stig. Bari rekur lestina með 3 stig á botni deildarinnar.
Napoli á eftir að leika þrjá leiki á tímabilinu og fór sigurinn í dag langt með að tryggja liðinu sæti í efstu deild að ári.