Kvennalið Barcelona tryggði sér rétt í þessu sæti í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu með því að bera sigurorð af París Saint-Germain í hörkuleik.
Fyrri leiknum í París lauk með 1:1 jafntefli. Í síðari leik liðanna í morgun tóku heimakonur í Barcelona forystuna snemma leiks. Þar var að verki hollenska sóknarkonan Lieke Martens strax á áttundu mínútu.
Hún tvöfaldaði svo forystuna eftir rúmlega hálftíma leik.
Aðeins þremur mínútum síðar, á 34. mínútu, minnkaði framherjinn Marie-Antoinette Katoto muninn í 2:1 og hleypti þar með mikilli spennu í einvígið að nýju.
Staðan í hálfleik því 2:1 og héldu Börsungar út í þeim síðari enda reyndust það einnig lokatölur.
Barcelona vann þar með einvígið samanlagt 3:2 og er því komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í annað sinn í sögu sinni.
Árið 2019 komst liðið einnig í úrslitin en tapaði þá 1:4 gegn Lyon.
Í ár mætir Barcelona annaðhvort Bayern München eða Chelsea, sem etja nú kappi.