Endurheimta fyrirliðann fyrir leikinn gegn Chelsea

Sergio Ramos er byrjaður að æfa að nýju.
Sergio Ramos er byrjaður að æfa að nýju. AFP

Sergio Ramos, fyrirliði Spánarmeistara Real Madríd, er byrjaður að æfa að nýju og verður því leikfær fyrir síðari leik liðsins gegn Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Ramos hefur verið fjarri góðu gamni og misst af síðustu níu leikjum Real í öllum keppnum, fyrst vegna meiðsla og svo smitaðist hann af kórónuveirunni.

Hann hóf æfingar með liðinu á ný á föstudaginn og ætti því að geta tekið þátt í leiknum mikilvæga gegn Chelsea. 2:0 sigur Real gegn Osasuna í spænsku 1. deildinni í gær kom þó of snemma fyrir hann.

Fyrri leik Real og Chelsea lauk með 1:1 jafntefli í Madríd vikunni og er því von á hörkuleik á Stamford Bridge í Lundúnum næstkomandi miðvikudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert