Inter ítalskur meistari

Antonio Conte og lærisveinar hans í Inter frá Mílanó hafa …
Antonio Conte og lærisveinar hans í Inter frá Mílanó hafa ástæðu til þess að fagna í dag. AFP

Í dag varð það ljóst að Internazionale frá Mílanó er búið að tryggja sér sigur í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu. Þar sem Atalanta gerði jafntefli í dag getur liðið ekki lengur náð Inter að stigum.

Inter bindur þar með enda á níu ára samfleytta sigurgöngu Juventus í deildinni.

Liðið hefur borið af á tímabilinu og er með 13 stiga forystu á Atalanta, Napoli og AC Milan í 2. – 4. sæti deildarinnar þegar fjórum leikjum er ólokið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert