Messi hetja Barcelona

Lionel Messi skoraði tvívegis fyrir Barcelona í kvöld.
Lionel Messi skoraði tvívegis fyrir Barcelona í kvöld. AFP

Lionel Messi skoraði tvívegis fyrir Barcelona þegar liðið heimsótti Valencia í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í kvöld.

Gabriel Paulista kom Valencia yfir á 50. mínútu en Messi jafnaði metin fyrir Barcelona sjö mínútum síðar.

Antoine Griezmann kom Barcelona yfir á 63. mínútu og Messi bætti við þriðja markinu á 59. mínútu.

Carlos Soler minnkaði muninn fyrir Valencia á 83. mínútu en lengra komst Valencia ekki og Barcelona fagnaði 3:2-sigri.

Barcelona er með 74 stig í þriðja sæti deildarinnar, líkt og Real Madrid, en Atlético Madrid er í efsta sætinu með 76 stig þegar fjórar umferðir eru eftir af tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert