Ekki sannfærður um að Neymar verði áfram

Neymar er reglulega orðaður við brottför frá PSG.
Neymar er reglulega orðaður við brottför frá PSG. AFP

Leonardo, yfirmaður íþróttaamála hjá franska íþróttafélaginu PSG, er ekki sannfærður um að brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar verði áfram í herbúðum félagsins á næstu leiktíð.

Það er Marca sem greinir frá þessu en Neymar, sem er 29 ára gamall, verður samningslaus sumarið 2022.

Hann er í viðræðum við PSG um nýjan samning en sóknarmaðurinn hefur einnig verið sterklega orðaður við Barcelona undanfarna daga.

Fari svo að Neymar neiti að skrifa undir nýjan samning í Frakklandi gæti PSG neyðst til að selja hann í sumar en hann er verðmetinn á 100 milljónir punda.

Neymar gekk til liðs við PSG frá Barcelona, sumarið 2017, fyrir 200 milljónir punda en hann er dýrasti knattspyrnumaður heims.

Lionel Messi, fyrirliði Barcelona, hefur lagt mikla áherslu að félagið fái Neymar aftur til Spánar en Neymar yfirgaf Barcelona á sínum tíma til þess að komast úr skugga Messis og vinna Meistaradeildina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert