Mark í uppbótartíma

Rúnar Már Sigurjónsson lék fyrstu 78. mínúturnar með CFR Cluj.
Rúnar Már Sigurjónsson lék fyrstu 78. mínúturnar með CFR Cluj. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Andrei Burca reyndist hetja CFR Cluj þegar liðið heimsótti FCSB í úrslitariðli rúmensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld.

Leiknum lauk með 1:1-jafntefli en Burca skoraði jöfnunarmark CFR eftir að Florin Tanase hafði komið FCSB yfir með marki úr vítaspyrnu á 19. mínútu.

Rúnar Már Sigurjónsson var í byrjunarliði CFR en var skipt af velli á 78. mínútu.

CFR er með 42 stig í efsta sæti úrslitariðilsins og hefur tveggja stiga forskot á FCSB þegar fimm umferðir eru eftir af úrslitakeppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert