Valencia hefur sagt Javi Gracia upp störfum sem knattspyrnustjóra félagsins, daginn eftir að liðið tapaði naumlega gegn Barcelona.
Valencia hefur ekki átt góðu gengi að fagna í spænsku 1. deildinni á tímabilinu og þótti forsvarsmönnum félagsins nóg komið eftir 2:3 tapið í gær, sem var þeirra fjórtánda í deildinni.
Liðið er með 36 stig í 14. sæti deildarinnar, sex stigum fyrir ofan fallsæti, þegar fjórum umferðum er ólokið.
Salvador González, oftast þekktur sem „Voro“, mun taka við stjórnartaumunum hjá Valencia til bráðabirgða.