Rekinn eftir tap gegn Barcelona

Javi Gracia, fráfarandi knattspyrnustjóri Valencia.
Javi Gracia, fráfarandi knattspyrnustjóri Valencia. AFP

Valencia hefur sagt Javi Gracia upp störfum sem knattspyrnustjóra félagsins, daginn eftir að liðið tapaði naumlega gegn Barcelona.

Valencia hefur ekki átt góðu gengi að fagna í spænsku 1. deildinni á tímabilinu og þótti forsvarsmönnum félagsins nóg komið eftir 2:3 tapið í gær, sem var þeirra fjórtánda í deildinni.

Liðið er með 36 stig í 14. sæti deildarinnar, sex stigum fyrir ofan fallsæti, þegar fjórum umferðum er ólokið.

Salvador González, oftast þekktur sem „Voro“, mun taka við stjórnartaumunum hjá Valencia til bráðabirgða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert