Real Madrid verður án varnarmannsins öfluga Raphaels Varane þegar liðið mætir Chelsea í seinni undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar í fótbolta á miðvikudagskvöldið.
Varane meiddist í leik Real Madrid og Osasuna á laugardaginn og félagið staðfesti í dag að Frakkinn hefði tognað með þeim afleiðinum að hann færi ekki með liðinu til London. Fyrri leikur liðanna í Madrid endaði 1:1.