Mourinho vill fá de Gea í markið

David de Gea gæti yfirgefið Manchester United í sumar.
David de Gea gæti yfirgefið Manchester United í sumar. AFP

José Mourinho hefur óskað eftir því að hans nýja félag, Roma á Ítalíu, reyni að krækja í David de Gea, markvörð Manchester United, fyrir næsta keppnistímabil.

Antonio Mirante er á förum frá Roma að þessu keppnistímabili loknu og samkvæmt Il Corriere dello Sport á Ítalíu vill Mourinho ekki vera með Pau Lopez sem aðalmarkvörð, en þessir tveir hafa skipt leikjum tímabilsins á milli sín. Þá er Robin Olsen í láni hjá Everton og á að snúa aftur til Rómar í smar.

Samkvæmt blaðinu hefur hvorki Olsen né Lopez heillað Mourinho sem hafi sett de Gea efstan á óskalistann. De Gea hefur sjálfur fengið harða samkeppni frá Dean Henderson hjá Manchester United og framtíð hans hjá enska félaginu hefur verið talin óviss.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert