Manchester United og Villarreal mætast í úrslitaleik Evrópudeildar UEFA í knattspyrnu 26. maí á Gdansk-vellinum í Gdansk í Póllandi.
United mætti Roma í síðari leik liðanna í Róm í kvöld þar sem Rómverjar unnu 3:2-sigur.
Edinson Cavani kom United yfir á 39. mínútu en Edin Dzeko og Bryan Cristante bættu við hvor sínu markinu fyrir Rómverja á þriggja mínútna kafla í upphafi síðari hálfleiks og Rómverjar með 2:1-forystu.
Cavani jafnaði metin fyrir United á 68. mínútu með sínu öðru marki áður en Alex Telles varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 83. mínútu.
United vann fyrri leikinn 6:2 á Old Trafford í Manchester og vann því viðureignina samanlagt 8:5.
Þá gerðu Arsenal og Villarreal markalaust jafntefli í London en Villarreal vann fyrri leikinn á Spáni 2:1 og fer því áfram, samanlagt 2:1.