Al-Arabi er úr leik í katarska furstabikarnum í knattspyrnu eftir 3:0-tap gegn Al-Sadd í undanúrslitum keppninnar í dag.
Hae Hee Nam, Baghdad Bournedjah og Santi Cazorla skoruðu mörk Al-Sadd í leiknum en staðan að loknum fyrri hálfleik var 1:0.
Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn á miðsvæðinu hjá Al-Arabi en Heimir Hallgrímsson er þjálfari liðsins og Freyr Alexandersson aðstoðarþjálfari.