Toni Kroos reyndist hetja Real Madrid þegar liðið tók á móti Sevilla í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í Madríd í kvöld.
Kroos skoraði jöfnunarmark Real Madrid á fjórðu mínútu uppgefins uppbótartíma en leiknum lauk með 2:2-jafntefli..
Fernando kom Sevilla yfir um miðjan fyrri hálfleikinn en Marco Asensio jafnaði metin fyrir Real Madrid á 67. mínútu.
Ivan Rakitic kom Sevilla yfir á nýjan leik með marki úr vítaspyrnu á 78. mínútu og stefndi allt í að það yrði sigurmark leiksins þangað til Kroos jafnaði metin fyrir Real Madrid.
Real Madrid er með 75 stig í öðru sæti deildarinnar, jafn mörg stig og Barcelona, og tveimur stigum minna en Atlético Madrid, en Sevilla er í fjórða sætinu með 71 stig.