Norrköping sigraði AIK 2:0 í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og þar kom Ari Freyr Skúlason talsvert við sögu.
Ari var á meðal varamanna Norrköping en var skipt inn á eftir 60 mínútna leik. Aðeins tveimur mínútum síðan átti hann góða fyrirgjöf á Samuel Adegbenro sem kom Norrköping yfir, 1:0. Adegbenro skoraði síðan aftur á 86. mínútu og innsiglaði sigurinn.
Ísak Bergmann Jóhannesson lék allan leikinn með Norrköping en Oliver Stefánsson var ekki í leikmannahópnum. Norrköping er nú komið með 10 stig eftir fimm umferðir og er í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Djurgården.