Rúnar Már Sigurjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er þegar orðinn vinsæll hjá stuðningsmönnum rúmenska meistaraliðsins CFR Cluj.
Hann hefur nú verið útnefndur leikmaður aprílmánaðar hjá félaginu í kosningu stuðningsmannanna en Rúnar skoraði þrjú mörk í tveimur síðustu leikjunum í apríl, sín fyrstu mörk fyrir félagið, en hann kom til CFR frá Astana í Kasakstan snemma á þessu ári.
Hann er í harðri baráttu með liðinu um rúmenska meistaratitilinn en CFR er með eins stigs forystu í deildinni þegar þremur umferðum er ólokið.