Yrði magnað afrek

Patrik Sigurður Gunnarsson í leik með íslenska U21-árs landsliðinu í …
Patrik Sigurður Gunnarsson í leik með íslenska U21-árs landsliðinu í lokakeppni EM í Ungverjalandi í mars. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson hefur átt frábært tímabil í dönsku B-deildinni en hann er samningsbundinn Brentford í ensku B-deildinni.

Patrik lék á láni hjá Viborg fyrir áramót en eftir áramót skrifaði hann undir hálfs árs lánssamning við Silkeborg.

Bæði lið tryggðu sér sæti í dönsku úrvalsdeildinni um nýliðna helgi en Patrik á ennþá eftir að tapa leik í dönsku B-deildinni á tímabilinu.

„Þetta hefur verið frábært tímabil,“ sagði Patrik í samtali við Bold.

„Það var frábær tilfinning að tryggja sér sæti í dönsku úrvalsdeildinni með Silkeborg en það var líka gaman að sjá Viborg tryggja sér sæti í deild þeirra bestu.

Það er frábært afrek að fara upp um deild með tveimur liðum ef svo má segja en ég hefði aldrei getað þetta án liðsfélaga minna.

Það eru fjórir leikir eftir af tímabilinu og þó ég sé taplaus eins og stendur getur ýmislegt gertst í lokaleikjunum. 

Það væri magnað afrek að fara í gegnum heilt tímabil án þess að tapa leik og við sjáum hvað gerist á lokametrunum,“ bætti markvörðurinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert